Hver erum við?

Einkunnarorð MultiTask eru “Allt er mögulegt”.

MultiTask ehf býður viðskiptavinum sínum persónulega þjónustu.
Mikil og breið reynsla okkar nýtist viðskiptavinum okkar til hagræðingar.
Fljót gæðaþjónusta, vandaður frágangur og ráðgjöf til að velja réttan búnað, skilar sér á endanum sem hagstæðasta lausnin.

Við getum hjálpað þér með allt sem snýr að tæknimálum. Val á réttum búnaði, aðstoða við heildarlausnir á fjarskipta og tölvubúnaði svo fátt eitt sé nefnt.

MultiTask er með til á lager ýmsan tölvu og myndavélabúnað ásamt að eiga alltaf til það helsta sem snýr að útgerðum báta og skipa.

Við seljum og mælum aðeins með vörum og þjónustu sem við erum sjálf ánægð með.

MultiTask ehf var stofnað af Heimi Snæ Gylfasyni í byrjun árs 2008.

Reynsla og menntun á sviði margmiðlunar og rafeindavirkjunar fréttist fljótlega og voru verkefnin fljót að hlaðast á MultiTask ehf.
Sérverkefni bættust við sem kölluðu á frekari viðbót í fyrirtækið og hefur MultiTask hafið samstarf við aðra til að auka enn frekar getu okkar til að leysa hin ýmsu sérverkefni sem viðskiptavinir okkar treysta okkur fyrir.

2010 bættist svo persónuöryggi sjómanna við á lista okkar og höfum við mikla ástríðu fyrir frekari þróun og betrumbótum á þeim búnaði sem og þjálfun sem sjómenn þurfa þegar á þarf að halda. Sjókall og Sjógátt eru vörumerki okkar, þetta eru vörur sem eru hannaðar og framleiddar af MultiTask ehf í þágu sjómanna okkar til aukins öryggis og eftirlits á sjó.

 

 

MultiTask ehf er með aðalskrifstofu og verkstæði að Miðstræti 4 í Neskaupstað. Sími 477 1000

Fyrir einstaklinga

Við bjóðum upp á persónulega gæðaþjónustu.

Þú getur sent okkur línu gegnum fyrirspurnarformið, sent okkur tölvupóst eða hringt í okkur.

Netfang: multitask[hjá]multitask.is
Sími: 477 1000 | 651 9900

Fyrir fyrirtæki – stór og smá

Við höfum mikla reynslu af uppsetningum og viðhaldi á tölvum og netkerfum. Sérstök sérhæfing hefur orðið hjá okkur í þráðlausum lausnum.
Við höfum sinnt verkefnum í stórum skipum, hótelum, skemmum og einnig utandyra þegar þarf að ná áreiðanlegu neti yfir langar vegalengdir.

Okkar vörur geta einnig hentað vel í öðrum greinum þar sem áreiðanleiki og veðurþol er mikilvægt.

Hittu MultiTask liðsheildina

  • Heimir Snær Gylfason
    Heimir Snær Gylfason

    Vinnur frá Neskaupstað, Heimir er eigandi MultiTask og þróaði vöruna Sjókall með góðri aðstoð. Rafeindavirki, stundum rafvirki, tölvunörd, kennari veiðimaður faðir og almennur snillingur……sumir segja að hann sofi aldrei.

    • Kári Hilmarsson
      Kári Hilmarsson

      Vinnur frá Neskaupstað, Kári sér um skipin og miðlar af hálfrar aldar reynslunni (unnið við fagið síðan 16 ára en er samt eins og unglamb). Tölvur, hljómflutningstæki og gömul myndbandstæki….Ný tækni sem gömul vefst ekkert fyrir Kára. Skipafloti Íslands fær topp þjónustu frá Kára okkar og hefur fengið til tugi ára.

      • Hjálmar Wais Joensen
        Hjálmar Wais Joensen

        Vinnur frá Neskaupstað, Hjálmar tekur að sér öll verkefni, stór og smá, með bros á vör.
        Framleiðir Sjókall, aðstoðar við skrifstofustörf, verslun og markaðssetningu.
        Faðir tveggja kátra drengja og fyrrverandi jaðaríþróttamaður ( ábyrgur faðir núna).

        • Hafliði Hinriksson
          Hafliði Hinriksson

          Vinnur frá Neskaupstað. Hafliði er okkar trausti meistari, maður margra iðngreina sem getur leyst allt og passar uppá gæðastjórnunina.

          Vottorð

          Einhverjar spurningar?

          Hafðu samband í dag!

          MultiTask ehf |  kt: 5403081280 | S: 477 1000 | @: multitask@multitask.is & bokhald@multitask.is

          Contact Us

          We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

          Not readable? Change text.
          0