MultiTask sér um viðskiptavini Símans

 In Uncategorized

MultiTask í Neskaupstað er nýr endurseljandi fyrir Símann á Austurlandi.

„Við hjá Símanum viljum bæta þjónustuna með því að koma nær. Þess vegna fjölgum við endurseljendum á Austfjörðum,“ segir Sigurður Svansson, viðskiptastjóri sölusamstarfs Símans sem er nú á svæðinu.

Heimir Snær Gylfason hjá MultiTask þjónustar fyrirtæki á svæðinu. Hann segir það leggjast vel í sitt fólk að endurselja fyrir Símann.

„Við erum spennt og teljum að samstarfið verði okkur og Símanum til framdráttar. Við erum tæknisinnað fyrirtæki í ráðgjöf á tækni og búnaði og státum því af hátæknibakgrunn. Nú í dag verður okkur dýpt í djúpu og við hlökkum til,“ segir hann en fastráðnir starfsmenn verða nú skólaðir til í fræðum Símans.

Sigurður heldur utan um kennsluna. „Þeir fara í gegnum Endursöluskóla Símans. Við þjálfum starfsmenn upp og kennum þeim á kerfi Símans svo þjónustan verði fyrsta flokks.“

Heimir segir að síðan það fréttist að MultiTask ætlaði að opna verkstæði og vera með verslun hafi hann verið beðinn um að sækjast eftir endursölu fyrir Símann. „Það er fengur í því að þurfa ekki að sækja þjónustu Símans út fyrir bæinn,“ segir hann. „Þá eykst traffíkin inn til mín og fólk tengir fjarskiptin við MultiTask.“

Verslunin fagnar brátt árs afmæli. „Það gengur vel á verkstæðinu og búðin skapar vettvang fyrir viðskiptavini og betri framhlið á fyrirtækinu,“ segir Heimir.

Endurseljendurnir veita alla þá þjónustu sem Síminn býður utan þess að sjá um reikningsviðskiptin. Hjá þeim er hægt að nálgast myndlykla, router-a, SIM-kort, nýskrá sig í þjónustu og fá almenna ráðgjöf um þjónustu Símans.

Recent Posts

Leave a Comment

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.